Töfrar vatnsins taka á móti þér
Við höfum rannsakað krafta náttúrunnar í 30 ár. Við höfum við lært að beisla töfra hennar og notið þess að upplifa í sátt við umhverfi, samfélag og móður náttúru.
Upphafið
Náttúran umlykur okkur. Við erum gestir hennar og rannsakendur, um leið og við erum hluti hennar.
Bláa vatnið vakti forvitni okkar. Tilfinningin milli tánna þegar við stigum út í vatnið í fyrsta sinn, fundum hlýjuna og mýktina.
Hvers vegna er Bláa Lónið blátt?
Bláa Lónið er blátt vegna þess hvernig kísill – hið einkennandi frumefni sem lónið er svo ...
Sagan
Við fundum að bláa vatnið og hvíti leirinn færði okkur heilbrigði og sálarró. Við skynjuðum einstakar gjafir náttúrunnar á þessum stað.
Í 30 ár höfum við rannsakað kraftana, lært að beisla töfrana og skapað einstaka upplifun í sátt við umhverfi, samfélag og móður náttúru.
Þróun myndmerkis
Líkt og aðstaðan hefur þróast hefur myndmerki Bláa Lónsins breyst á þessum 30 árum.