Birthday Logo

Töfrar vatnsins taka á móti þér

Við höfum rannsakað krafta náttúrunnar í 30 ár. Við höfum við lært að beisla töfra hennar og notið þess að upplifa í sátt við umhverfi, samfélag og móður náttúru.

Blue Lagoon
Blue Lagoon

Upphafið

Náttúran umlykur okkur. Við erum gestir hennar og rannsakendur, um leið og við erum hluti hennar.

Bláa vatnið vakti forvitni okkar. Tilfinningin milli tánna þegar við stigum út í vatnið í fyrsta sinn, fundum hlýjuna og mýktina.

Blue Lagoon
Blue Lagoon

Hvers vegna er Bláa Lónið blátt?

Bláa Lónið er blátt vegna þess hvernig kísill – hið einkennandi frumefni sem lónið er svo ...

Sagan

Við fundum að bláa vatnið og hvíti leirinn færði okkur heilbrigði og sálarró. Við skynjuðum einstakar gjafir náttúrunnar á þessum stað. 

Í 30 ár höfum við rannsakað kraftana, lært að beisla töfrana og skapað einstaka upplifun í sátt við umhverfi, samfélag og móður náttúru.

Sagan okkar

Bláa Lónið var stofnað árið 1992 en fyrir þann tíma hafði baðlón myndast og gestir fóru að baða sig í bláa vatninu.

Saga Bláa Lónsins

Lónið

1976

Jarðsjórinn er uppgötvaður. Bláa Lónið tekur að myndast.

Húðvörur á markað

1995

Húðvörur Bláa Lónsins – húðmeðferðarlína sem byggir á eiginleikum jarðsjávarins í lóninu og lífvirkra innihaldsefna hans – eru kynntar til sögunnar.

Blue Lagoon

Ný aðstaða opnar

1999

Lónið er fært á þann stað þar sem það er í dag og heilsulind er byggð.

Blue Lagoon

Lækningalind opnar

2005

Lækningalind við Bláa Lónið – síðar endurnefnt Silica Hotel – er opnuð.

Blue Lagoon

Bláa Lónið stækkar

2007

Húsakynni Bláa Lónsins eru stækkuð og endurbætt. Lava Restaurant opnar.

The Retreat opnar

2018

Fyrirtækið lýkur ótrúlegri stækkun með opnun The Retreat við Bláa Lónið.

Þróun myndmerkis

Líkt og aðstaðan hefur þróast hefur myndmerki Bláa Lónsins breyst á þessum 30 árum.

Sjálfbærni

Sjálfbærni er kjarni og uppspretta Bláa Lónsins. Leiðarljós er að fullnýta auðlindastrauma úr iðrum jarðar frá nærliggjandi jarðvarmaveri til að skapa verðmæti sem koma fram í upplifun gesta þess sem og í framleiðslu á vörum.

Upphafið

Bláa Lónið Norðurljósavegur 9 240 Grindavík Sjá á korti

+354 420 8800

Hafa samband

Skráning í Vinaklúbbinn

Mín bókun