Nudd í Bláa Lóninu

Slökun. Endurnæring. Vellíðan.

Einstök upplifun

Nuddmeðferð ofan í Bláa Lóninu nærir líkama, huga og sál.

Slökunarnudd

Slakandi og djúpt nudd undir berum himni á dýnu sem flýtur á jarðsjónum. Nuddað er með einstakri nuddolíu úr húðvörulínu Bláa Lónsins.

30 mínútur
From ISK 19 900
60 mínútur - verð frá
From ISK 26 900

Slökunarnudd með salt- og kísil-heilskrúbbi

Nuddið hefst á djúphreinsandi kísilsaltskrúbbi yfir allan líkamann sem örvar blóðrásina, styrkir húðina og skilur við líkamann sléttan, ljómandi og endurnærðan.

Kísilsaltskrúbbnum er fylgt eftir með 30 eða 60 mínútna nuddi með djúpri slökun sem framkvæmt er með Blue Lagoon nuddolíu. Njóttu þess að komast á annað stig líkamlegrar og tilfinningalegrar vellíðunar meðan þú flýtur þyngdarlaus á græðandi vatni lónsins.

60 mínútur
From ISK 31 900
90 mínútur
From ISK 40 900

Endurnærandi líkamsmeðferð

Endurnærandi líkamsmeðferð er sú vatnsmeðferð Bláa Lónsins sem gefur hámarks slökun og vellíðan  með 120 mínútna nuddmeðferð í vatni. Meðferðin hefst með því að húðin er mjúklega skrúbbuð og hreinsuð með salti og nuddolíu frá Bláa Lóninu meðan þú liggur á fljótandi dýnu og slakar fullkomlega á.

Í kjölfarið er líkaminn vafinn í kísil- eða þörungabakstur, allt eftir þínum óskum. Baksturinn mýkir og endurnærir húð líkamans á meðan andlit þitt og hársvörður eru nudduð mjúklega. Þriðji og síðasti hluti meðferðarinnar er 60 mínútna slakandi og endurnærandi heilnudd fyrir allan líkamann.

120 mínútur
From ISK 49 900

Þannig fer nuddið fram

Þú hittir nuddarann þinn í nuddlóninu og hann útskýrir ferlið. Þú leggst á bakið á flotdýnu og hlýtt teppi er breitt yfir þig. Nuddið fer fram með hendur nuddarans milli dýnunnar og líkamans.

Dýnan ber gesti óháð þyngd og hæð og mælt er með algerri slökun svo nuddið virki sem best. Gestir sem mæta í sundbol eru beðnir um að draga sundfötin niður að mjöðmum til að bera bakið fyrir nudd en eru samt sem áður huldir með teppinu meðan nuddið stendur yfir.

Nudd í vatni - Algengar spurningar

Upplifðu Bláa Lónið