Ritual Bláa Lónsins
Upplifðu gjafir jarðsjávarins á eigin skinni
Aðalsmerki Retreat Spa
Ritual Bláa Lónsins er endurnærandi stund vellíðunar á einstökum griðastað. Gjafir jarðsjávar Bláa Lónsins, kísill, steinefni og þörungar, eru uppistaðan í þessari heilandi vegferð þar sem endurnærandi kraftar jarðvarma, hlýju og umhyggju umvefja þig.
Kísill
Hvítur kísillinn er einkennandi fyrir vatn Bláa Lónsins. Hann hreinsar og styrkir húðina og ljáir henni frísklegan blæ.
Þörungar
Bláa Lónið er ríkt af þörungum með óviðjafnanlega virkni. Þörungarnir endurnýja og næra húðina, færa henni dýrmætan raka og hjálpa henni að viðhalda æskuljóma sínum.
Steinefni
Einstök blanda steinefna Bláa Lónsins fjarlægir dauðar húðfrumur, örvar blóðrásina og endurnærir líkama og sál.
Uppgötvun. Ævintýri. Vellíðan.
Upplifðu Retreat Spa