Ritual Bláa Lónsins
Ritual Bláa Lónsins byggir á gjöfum hins einstaka jarðsjávar sem inniheldur kísil, steinefni og þörunga sem hafa heilnæm áhrif á húðina. Hlýja og kraftar náttúrulegs jarðvarma umvefja þig um leið og þú nýtur friðar og fullkominnar afslöppunar.
Aðalsmerki Retreat Spa
Byrjaðu á slökun í nærandi vatni Retreat-lónsins og komdu við í gufubaði áður en þú heldur af stað í heilandi ferðalag. Friður og ró umvefja þig í þremur samtengdum Ritual-rýmum.


Regnsturtur
Víðs vegar um rýmin eru frískandi regnsturtur sem er kjörið að nýta á milli skrefa.

Kísill
Jarðsjór Bláa Lónsins er ríkur af kísli sem hreinsar og styrkir húðina svo hún fær frísklegt og heilbrigt yfirbragð.


Þörungar
Einstakt vatn Bláa Lónsins inniheldur þörunga með óviðjafnanlega virkni. Þörungarnir eru rakagefandi, næra húðina og stuðla að endurnýjun og langvarandi æskuljóma.

Steinefni
Í jarðsjó Bláa Lónsins er einstök blanda steinefna sem örvar blóðrásina og styrkir húðina. Steinefnin stuðla að jafnvægi húðarinnar og ljá henni heilbrigðan ljóma.

Olíur
Í lokaskrefi Ritual Bláa Lónsins berðu á þig nærandi húðolíu sem mýkir húðina og varðveitir áhrif kísilsins, steinefnanna og þörunganna. Við mælum með að gefa olíunni nægan tíma til þess að smjúga vel inn í húðina áður en haldið er út í lónið á ný.




