Sælkerakvöld með Gavin Kaysen á Moss
Þann 11. nóvember heldur viðburðaröðin á veitingastaðnum Moss áfram með einstakri matarupplifun.
Ógleymanleg matarupplifun
Þann 11. nóvember verður annað sælkerakvöld haldið í viðburðaröðinni á Moss. Að þessu sinni munu Aggi Sverrisson yfirkokkur og matreiðsluteymi veitingastaðarins taka á móti verðlaunakokknum Gavin Kaysen.
Gavin Kaysen er stofnandi Soigné Hospitality Group sem stendur að vel þekktum og afar glæsilegum veitingastöðum á borð við Spoon & Stable, Mara og Demi. Í sameiningu mun kokkateymið setja saman frumlega og framúrskarandi sex rétta veislu. Allir réttir verða bornir fram með sérvöldum vínum sem yfirvínþjónninn Clément Robert hefur valið af kostgæfni.
Bókanir og nánari upplýsingar
Opnunartími Miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 18:00 Staðsetning Retreat Hotel Norðurljósavegur 11 240 Grindavík
Bókanir retreathotel@bluelagoon.com +354 420 8700 Klæðnaður Snyrtilegur Aldurstakmark 12 ára