Öryggisskilmálar Bláa Lónsins

Okkur er annt um öryggi þitt. Vinsamlegast fylgið eftirfarandi reglum og ábendingum. Gestir eru á eigin ábyrgð.

Það er mikilvægt að þú lesir þessa öryggisskilmála vandlega.

Reglurnar okkar

Aldurstakmark í lónið er tveggja ára. Ástæðan fyrir því er sú að börn yngri en tveggja ára eru viðkvæmari fyrir virku steinefnum vatnsins. Börn 2-13 ára skulu vera í fylgd með fullorðnum.

Börn á aldrinum 2-8 ára skulu vera með armkúta. Hægt er að fá afnot af armkútum við komu í lónið án endurgjalds.

Börn 7 ára og eldri skulu nota klefa merkta sínu kyni. Starfsfólk okkar getur fylgt börnum í rétta klefa, veitt ráðleggingar og aðstoðað eftir þörfum.

Hver fullorðinn má fylgja að hámarki 2 börnum, nema viðkomandi sé foreldri barnanna sem um ræðir.

Hópar unglinga á aldrinum 13-17 ára verða að vera fylgd með að minnsta kosti einum fullorðnum umsjónarmanni og er miðað við einn umsjónarmann á hver 10 börn. Umsjónarmaður ber ábyrgð á hópnum og má ekki neyta áfengis meðan á heimsókninni stendur.

Ósyndir skulu tilkynna starfsfólki slíkt við komu.

Óhóflega ölvun er óheimil.

Þvoið ykkur án baðfata áður en farið er ofan í lónið.

Reykingar eru ekki leyfðar.

Dýfingar eru ekki leyfðar.

Fylgið ávallt fyrirmælum starfsfólks.

Hafið í huga

Upplýsið starfsfólk um heilsufarsástand sem gæti haft áhrif á öryggi ykkar í lóninu.

Drekkið vel af vökva.

Takið regluleg hlé til kælingar til að koma í veg fyrir ofþornun.

Gangið varlega - haldið í handrið.

Berið ekki bleytu inn á þurr svæði.

Haldið hávaða í lágmarki.

Læsið verðmæti inni í skáp.

Gangið eftir merktum gönguleiðum.

Bláa Lónið Norðurljósavegur 9 240 Grindavík Sjá á korti

+354 420 8800

Hafa samband

Mín bókun