Saga Bláa Lónsins

Sama hver ástæðan fyrir heimsókn í Bláa Lónið er, þaðan fer enginn ósnortinn.

Bláa Lónið er eftirsóttur ferðamannastaður þar sem töfrandi samspil hönnunar, náttúru og vísinda leiðir af sér einstaka vellíðunartilfinningu fyrir líkama og sál. 

Einstakir eiginleikar Bláa Lónsins voru fyrst uppgötvaðir í byrjun níunda áratugarins þegar Reyknesingar böðuðu sig í bláa vatninu í hraunbreiðunni við auðlindagarðinn Svartsengi. Verkfræðingar á svæðinu gerðu ráð fyrir því að bláa vatnið myndi seytla rólega í gegnum hraunið og skila sér aftur ofan í jarðveginn en annað kom upp á daginn. Vegna mikils magns af kísil í vatninu sat það eftir og til varð hið fagurbláa lón.

Reyknesingar heimsóttu lónið ýmist vegna tiltrúar þeirra á heilunar eiginleika þess eða sér til skemmtunar og yndisauka. Bláa Lónið varð fljótt vinsæll staður og þaðan fór enginn ósnortinn. Þannig byrjaði hróður þessa einstaka lóns að dreifa sér um landið.

Árið 1987 sá læknirinn, Grímur Sæmundsen, tækifæri í heillandi eiginleikum lónsins. Hann sá fyrir sér einstakan stað þar sem vellíðan og heilsa kæmu saman fyrir tilstuðlan að lífvirkni jarðsjávarins. Lónið varð í kjölfarið þungamiðja í vísindarannsókn sem leidd var áfram af Grími á virkni efnanna sem þar fundust — kísil, þörungum og steinefnum. Nokkrum árum síðar, 1992, stofnaði hann Bláa Lónið.

Eftir að rannsóknir staðfestu græðandi og nærandi áhrif jarðsjávarins á húðina (t.d. á psoriasis) setti Bláa Lónið sína fyrstu vöru á markað, kísilmaskann. Kísilmaskinn markaði upphafið á húðvörulínu fyrirtækisins og er enn þann dag í dag ein vinsælasta vara Bláa Lónsins.

Árið 1999 var stórt skref tekið í sögu Bláa Lónsins þegar það breyttist úr því að vera eingöngu baðstaður í að bjóða gestum upp á heildræna spa-upplifun og varð Bláa Lónið þar með brautryðjandi í spa-menningu Íslendinga. Næsta skref var svo tekið árið 2005 þegar meðferðarhótel fyrir psoriasis sjúklinga var opnað, en þar starfa húðlæknar og hjúkrunarfræðingar sem hafa varið öllum starfsferlinum í að vinna með psoriasis og aðra húðsjúkdóma.

Árið 2018, var enn eitt stóra skrefið stigið með opnun Retreat hótelsins. Retreat er lúxusheilsulind sem samanstendur af hóteli, spa, sérstöku einkalóni fyrir hótelgesti og veitingastað á heimsmælikvarða. Tímaritið Time útnefndi Retreat sem einn af stórkostlegustu stöðum heims til að heimsækja og er staðurinn sannkölluð perla þar sem gestir þess gleyma stað og stund í einstöku umhverfi náttúru og hönnunar. 

Nú mörgum árum eftir að fyrstu Reyknesingarnir böðuðu sig í töfrandi vatninu í hraunbreiðunni er það orðið eitt af undrum veraldar. Bláa Lónið vekur verðskuldaðan áhuga fólks um heim allan og mun saga þess halda áfram að vera skrifuð með hverjum gesti sem heimsækir hið fagurbláa lón.

Talks about

Aðrar sögur

Blue Lagoon

Vatnið í Bláa Lóninu: gagnleg áhrif af „gjöf jarðvarmans“

16. ágúst 2021

Blue Lagoon

Hvers vegna er Bláa Lónið blátt?

16. ágúst 2021

Bláa Lónið

Endurnærandi ævintýraferð um Reykjanesið

10. feb. 2022

Blue Lagoon

Húðmeðferð Bláa Lónsins

17. ágúst 2021

Blue Lagoon

Besti tíminn til að sjá norðurljósin á Íslandi

1. sept. 2020

Blue Lagoon

Sjálfbærni í Bláa Lóninu

2. mars 2022

Bláa Lónið Norðurljósavegur 9 240 Grindavík Sjá á korti

+354 420 8800

Hafa samband

Mín bókun