Hvers vegna er Bláa Lónið blátt?

Það er kísillinn sem gefur Bláa Lóninu sinn einkennandi bláa lit

Vatnið í Bláa Lóninu inniheldur talsvert magn af efnasambandi kísils (táknað með Si) og súrefnis (táknað með O). Efnasambandið inniheldur tvöfalt fleiri einingar af O heldur en Si og hefur því efnatáknið SiO2. Þetta er hvíta leirkennda efnið sem gestir lónsins þekkja svo vel. Efnið, sem í daglegu tali er einfaldlega kallað kísill, endurkastar ljósi á þann hátt að á lónið fellur einkennandi blár litur.

Sólarljós inniheldur alla sýnilega liti og hver litur hefur sína bylgjulengd. Rautt ljós hefur lengstu bylgjulengdina og blátt þá stystu, og aðrir litir hafa bylgjulengdir þar á milli.

Þegar vatnið í Bláa Lóninu kólnar falla út agnarsmá kísilkorn (SiO2). Þessi korn eru miklu smærri en bylgjulengdir sýnilegs ljóss og eiga því erfitt með að endurkasta ljósi. Kísilkornin endurkasta þó hlutfallslega meira af stuttum bylgjulengdum, sem eru nær þeim í stærð. Þar sem bláa ljósið hefur stystu bylgjulengd sýnilegra lita er blár því sá litur sem endurkastast best þegar sólarljós fellur á kísilinn í vatninu. Fyrir vikið fær lónið á sig sinn einkennandi bláa lit. Þetta er sams konar fyrirbrigði og veldur því að himininn er blár.

When sunlight strikes a molecule of silica, blue is the only color that is reflected.

Aðrar sögur

Blue Lagoon

Húðmeðferð Bláa Lónsins

17. ágúst 2021

Skin Care

Tímaritið Vogue heiðrar Blue Lagoon Shampoo

24. feb. 2020

Blue Lagoon

Mótuð af náttúrunni

18. des. 2024

Afþreying í nágrenni Bláa Lónsins

13. júlí 2021

Blue Lagoon

Bláa Lónið Umhverfisfyrirtæki ársins 2021

6. okt. 2021

Blue Lagoon

Besti tíminn til að sjá norðurljósin á Íslandi

1. sept. 2020

Bláa Lónið Norðurljósavegur 9 240 Grindavík Sjá á korti

+354 420 8800

Hafa samband

Mín bókun