Blue Lagoon Skin Care: Söguágrip

Í raun þá felur húðvörulína Bláa Lónsins það í sér að náttúra, vísindi og sjálfbærni renna saman í eitt.

Saga húðvörulínu Bláa Lónsins hefst á 2.000 metra dýpi í iðrum jarðar; þar sem ferskvatn og sjór blandast saman á flekaskilunum við sjóðandi hita og gífurlegan þrýsting og jarðsjórinn verður til. Það var þessi einstaki vökvi sem skilaði sér upp á yfirborðið þegar vatnsrásir í jarðlögunum undir hrauninu í Svartsengi uppgötvuðust 1972. Verkfræðingar virkjunarinnar í Svartsengi reiknuðu með að silkiblátt vatnið myndi síga aftur niður í hin djúpu jarðlög gegnum gljúpt hraunið og verða þannig hluti af hringrás endurnýjanlegrar orku. En það má þakka háu hlutfalli kísils í vatninu að það seig ekki niður að fullu og umtalsvert vatnsmagn safnaðist fyrir og tók á sig mynd. Á síðari hluta áttunda áratugarins var þetta bláa vatnsflæmi við rætur virkjunarinnar orðið farið að vekja verulega forvitni meðal íbúa á Reykjanesi og annarra. Fyrir þau sem sóttu þangað ánægjunnar vegna og hin sem leituðu þar lausna við húðvandamálum, þá var lónið ómótstæðilegt afl.

Nákvæmlega hvaða einstaklingur steig fyrstur út í steinefnaríkt vatnið er ekki vitað. En burtséð frá því hver átti þau spor sem mörkuðu upphaf nýs tímabils, þá var nýtt tímabil hafið. Því allir sem fóru ofan í vatnið tengdu það við tilfinningu um frið, vellíðan og undur. Sögur af endurnýjunar- og lækningamætti vatnsins spurðust fljótt út og staðurinn – sem í daglegu tali gekk undir nafninu Bláa Lónið – var kominn í heilagan hóp jarðhitabaðstaða á Íslandi. Það var árið 1987 að Grímur Sæmundsen, læknir í Reykjavík, fór að sjá fyrir sér betur mótaða framtíð fyrir þetta töfrandi lón. Hann ímyndaði sér stað þar sem heilbrigði og vellíðan væru drifin áfram af kröftum jarðsjávarins – heilsulind þar sem samspil vísinda og náttúru myndu opna nýjar víddir í æskuljóma og endurnæringu. Árið 1992 stofnaði Grímur Sæmundsen Bláa Lónið hf. í þeim tilgangi að gera þennan draum sinn að veruleika. Fyrirtækið opnaði fjótlega rannsókna- og þróunarmiðstöð þar sem hinir einstöku eiginleikar lónsins urðu þungamiðja vísindalegra rannsókna á háu stigi. Eftir að fjölmargar rannsóknir höfðu staðfest gagnleg áhrif vatnsins var opnuð klíník til að hefja meðferðir við sóríasis. Undir eftirliti lækna gátu gestir nú dýft sér í steinefnaríkt og yljandi lónið og reynt á eigin skinni þessa umbreytandi eiginleika og vellíðan sem fyrstu sóríasissjúklingarnir höfðu notið í jarðsjónum.

Blue Lagoon skin care var sett á fót árið 1995. Vísindakonan Ása Brynjólfsdóttir var skapari vörulínunnar sem var hönnuð til að beisla einstaka eiginleika innihaldsefna jarðsjávarins; kísils, örþörunga og steinefna. Saman mynda þau vogarás Blue Lagoon skin care, en þessi frumefni eru rómuð fyrir hreinleika og virkni. Það er rækilega rannsakað og vandlega skjalfest af vísindamönnum alls staðar að úr heiminum að þessir lífvirku fjársjóðir jarðsjávarins eru undursamlegt náttúruafl. Kísill færir húðinni djúphreinsun og ljómandi ásýnd ásamt því að styrkja varnarlag hennar. Örþörungar Bláa Lónsins örva myndun kollagens og draga úr niðurbroti á því og steinefnin í Bláa Lóninu eru annáluð fyrir rakagefandi og endurnærandi eiginleika. Flaggskipin í vörulínu Blue Lagoon skin care – Silica Mud og Bath Salt – voru upphaflega búin til fyrir meðferð við sóríasis. Með tímanum hefur vörulínan samt sem áður vaxið úr því að vera bundin við meðferðarvörur yfir í það að ná utan um alla þætti í umhirðu húðarinnar: hreinsun og húðslípun; veita húðinni raka, ljóma og unglegri ásýnd; endurnýja, næra, styrkja og vernda. Í gegnum allt þróunarferli Blue Lagoon skin care hefur sjálfbærni ávallt verið höfð að leiðarljósi. Grænir framleiðsluhættir, sem eru afrakstur frumkvöðlastarfs rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Bláa Lónsins, eru notaðir til að einangra, rækta og uppskera þessa þrenningu áhrifaríkra eiginleika sem jarðsjór Bláa Lónsins býr yfir.

Í raun þá felur húðvörulína Bláa Lónsins það í sér að náttúra, vísindi og sjálfbærni renna saman í eitt. Þetta er vörulína sem verður til vegna glóandi krafta jarðsjávarins og framleiðslan byggir á áratuga rannsóknum og þróun. Í dag, næstum 40 árum eftir að fyrstu forvitnu einstaklingarnir voguðu sér út í lónið sem hafði myndast í Svartsengi, heldur jarðsjórinn áfram að vera tímalaus gjöf náttúrunnar – uppspretta heilbrigðis, fegurðar og vellíðanar.

Blue Lagoon skin care

Þetta var árið 1978 þegar svæðið var algjörlega umsjónarlaust og talsvert hætta stafaði að pollum með brennheitu vatni og skörðóttu hrauninu.

Aðrar sögur

Blue Lagoon

Kort af Bláa Lóninu

3. mars 2020

In-water Massage

Nudd ofan í Bláa Lóninu: Söguágrip

31. okt. 2019

Blue Lagoon

Sjálfbærni í Bláa Lóninu

2. mars 2022

Blue Lagoon

Bestu staðirnir til að taka myndir í Bláa Lóninu

30. apríl 2020

Veggur úr hrauni

21. júlí 2021

Blue Lagoon

Hvers vegna er Bláa Lónið blátt?

16. ágúst 2021

Bláa Lónið Norðurljósavegur 9 240 Grindavík Sjá á korti

+354 420 8800

Hafa samband

Mín bókun